Georg víkingur kom í Sagnheima 10. janúar og upplýsti gesti hvernig það hefði verið að vera víkingur – fyrr og nú. Að lokum veitti hann verðlaun í myndasamkeppninni um Vilborgu og hrafninn í Herjólfsdal.Tæplega sextíu myndir bárust og var dómnefndinni, Steinunni Einarsdóttur og Kristínu Garðarsdóttur mikill vandi á höndum. Komust þær að þeirri niðurstöðu að myndirnar væru allar svo flottar að í raun væru allir krakkarnir sigurvegarar. Eftir að safnstjóri var búinn að pína þær aðeins meira, völdu þær úr þrjár myndir sem voru verðlaunaðar sérstaklega. Hér má sjá vinningshafana með Helgu safnstjóra og Georg víkingi.
Frá vinstri: Arnar Berg Arnarson, Bertha Þorsteinsdóttir og Aron Máni Magnússon. Verðlaunin voru bókin Víkingarnir, norrænir sæfarar og vígamenn.
Til hamingju krakkar – þið voruð öll frábær!
Myndirnar hanga í stigagangi upp í Sagnheima en verða fljótlega færðar inn á safnið.