Afrakstur heimildavinnu um netagerð og veiðarfæri í Eyjum eru nú í vörslu Sagnheima og verður birtur á vef safnsins eða öðrum sambærilegum fljótlega. Upptökur Halldórs B. Halldórssonar af málþinginu 7. október sl. er nú kominn inn á fb-síðu Sagnheima. Málþing sem þetta vekur upp jafnmargar spurningar og svarað er – ef ekki fleiri – og er heimildavinnu hvergi lokið. Einnig vaknar betri skilningur og forvitni um muni safnsins sem tengjast þessari sögu. Þannig er nú komið í sýningu sveinsstykki Kristleifs Magnússonar, botnvörpulíkan, en fyrir var þar sveinsstykki Finnboga Ólafssonar, herpinótarlíkan.