Í dag kom Þór, nýtt og glæsilegt varðskip Landhelgisgæslunnar, til Vestmannaeyja.
Þór var smíðaður í Chile og voru Vestmannaeyjar fyrsti viðkomustaður hans hér á landi. Er það vel við hæfi því að Vestmannaeyingar keyptu einmitt af miklum stórhug fyrsta björgunar- og varðskip Íslendinga árið 1920 og hét hann einnig Þór. Þeirri sögu eru gerð skil í Sagnheimum, Byggðasafni.
Þessi mynd sýnir minnisvarða inni í Friðarhöfn um fyrsta Þór, björgunar- og varðskipið sem Vestmannaeyingar keyptu árið 1920.