Þórður Tómasson lét ekki endasleppt í sinni vináttu við Safnahús Vestmannaeyja. Sunnudaginn 26. ágúst sl. afhenti hann til gjafar handrit úr eigin fórum af Reisubók sr. Ólafs Egilssonar. Um er að ræða uppskrift á handritinu Lbs 371 8vo er ritað var upp að Ofanleiti af sr. Jóni Austmann 1829. Handritið sem Þórður afhenti er af stærstum hluta frá árinu 1850, og ritað af Andrési Árnasyni á Hellnum í Mýrdal, en aukið við af Einari Brandssyni á Reyni 1878 í lokin, fáein blöð. Frumrit sr. Ólafs er löngu horfið úr þessum heimi og allar útgáfur eru gerðar eftir yngri uppskriftum. Handritið er vel varðveitt og er eftirtektar- og þakkarvert að það er fyrsta og eina uppskrift frá fyrri tíð sem til er í Skjalasafni Vestmannaeyja.
PrevSnillingar á ferð – bók Þórðar í Skógum til sölu í Safnahúsi27 ágúst 2012NextÓskar Björgvinsson ljósmyndari, líf og starf, í Einarsstofu Safnahúss Vestmannaeyja 8. september kl. 1404 september 2012
Warning: Undefined array key 0 in /web/s0717b/public_html/wp-content/themes/dfd-native/inc/loop/posts/post_single.php on line 279
Warning: Attempt to read property "slug" on null in /web/s0717b/public_html/wp-content/themes/dfd-native/inc/loop/posts/post_single.php on line 279