Í tilefni af því að 14. nóvember eru liðin 50 ár frá upphafi Surtseyjargoss verður mynd Páls Steingrímssonar Surtsey sköpun og þróun lands sýnd í Pálsstofu Sagnheima 14.-16.nóvember kl. 14 og síðan á opnunartíma byggðasafns út nóvember.
Á 1. hæð Safnahúss eru einnig sýndar stórmerkilegar ljósmyndir Sæmundar Ingólfssonar yfirvélstjóra á Alberti sem teknar voru á upphafsstundu gossins og fóru víða um heim.