Á sumardaginn fyrsta verður opið hús í Einarsstofu í Safnahúsinu kl. 13-17.
Sýnt verður fágæta bókasafn sem Sveinn Jónsson (1862-1947) gaf safninu á sínum tíma og Haraldur Guðnason hélt ævinlega sem sérsafni honum til heiðurs en þennan dag eru 150 ár liðin frá fæðingu þessa merka manns.
Starfsmenn Safnahúss verða á staðnm og spjalla um fyrirhugaða dagskrá sem haldin verður í Safnahúsi mánudaginn 2. júlí nk. í kjölfar ættarmóts Sveins þá helgi.
Byggðasafn og Listasafn lúra á ýmsum merkum munum sem fjölskylda Sveins hefur gefið til safnanna og sýndir verða 2. júlí.
Í tilefni afmælis Sveins á sumardaginn fyrsta verða dregin fram sýnishorn úr gullkistunum auk þess sem við fáum lánuð fágæt verk eftir Júlíönu Sveinsdóttur úr fórum ættingja hennar hér í Eyjum.
Hér gefst því stórkostlegt tækifæri til að skoða gersemar, bækur, muni og listaverk.