Um síðustu helgi kynntu fyrirtæki á suðurlandi vörur sínar og þjónustu í Ráðhúsi Reykjavíkur undir kjörorðinu ,,Suðurland í sókn”
Frá Vestmannaeyjum voru það söfnin Sagnheimar og Sæheimar, Kristín Jóhannsdóttir frá Vestmannaeyjabæ, Fiskvinnslan Godthaab í Nöf lagði til harðfisk og minnti á vörur sínar og Magnús Bragason á nýja hótelið sitt, Hótel Vestmannaeyjar. Einnig skemmti sönghópurinn Blítt og létt gestum með söng.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Margréti Lilju frá Sæheimum og Kristínu frá Vestmannaeyjabæ að störfum.