Aðalfundur Stjörnufræðifélags Vestmananeyja verður haldinn í Safnahúsinu n.k. þriðjudag kl. 19:15. Félagar hvattir til að mæta!
Sama dag kl. 20:00 verður síðan gestafyrirlestur Sævars Helga Bragason um geimflaugar, stjörnustöðina á Hótel Rangá og fleira. Dótakassi félagsins verður einnig kynntur en hann innheldur m.a. líkan af tunglinu, mars, loftsteina og fleira, sem keypt var fyrir styrk sem Sparisjóður Vestmananeyja veitti félaginu fyrir jól. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti!