Laugardaginn 4. júlí kl. 15:30 gefst okkur einstakt og spennandi tækifæri til að sjá sýningu Steinunnar Jóhannesdóttur rithöfundar og leikkonu á Örlagasögu Hallgríms og Guðríðar á heimaslóðum Guðríðar hér í Eyjum. Sýningin sem er eintal höfundar hóf göngu sína á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi 2. apríl sl. og var sýnd þar fram í sumarbyrjun. Sýningin verður á bryggjusvæði Sagnheima og er í boði Ísfélags Vestmannaeyja hf. Aðeins er um þessa einu sýningu að ræða og eru allir hjartanlega velkomnir á meðan sæti leyfa.