Sunnudaginn 19. október kl. 13:30 verður í Sagnheimum haldið málþingið: Spítalasaga.
Stiklað verður um sögu heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum frá Landlyst til okkar daga með sérstakri áherslu á líf og störf læknanna Halldórs Gunnlaugssonar og Einars Guttormssonar.
Dagskrá:
Hjörtur Kristjánsson læknir: Frá Landlyst til Sólhlíðar.
Halldór G. Axelsson þróunarstjóri: Halldór Gunnlaugsson læknir, Kirkjuhvoli
Fríða Einarsdóttir ljósmóðir: Faðir minn, Einar Gutt. læknir.
Sólveig Bára Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur leiðir skoðunarferð í Sjúkrahús Vestmannaeyja 1928-1973, nú Ráðhús bæjarins.