Töluvert hefur verið um skólaheimsóknir í Sagnheima í vetur.
Grunnskólanemendum hefur verið boðið upp á ratleiki um safnið sem byggja á sögu Vestmannaeyja og þeim munum sem eru á safninu.
Framhaldsskólanemar unnu að verkefnum með safnstjóra í eina viku.
Nemendur Grunnmenntaskólans komu einnig og kynntu sér safnið. Þeir völdu sér síðan atburð eða hlut af safninu, sem þeir skrifuðu um og kynntu síðan safnstjóra og samnemendum.