Fyrir skömmu færðu tvö barna Guðbjargar Helgadóttur og Hjálmars Jónssonar frá Dölum Sagnheimum, byggðasafni muni til varðveislu. Um var að ræða kaffikvörn sem gefendur muna eftir frá bernskuárum sínum og harmonikku. Hjálmar mun hafa spilað á nikku á böllum frá 17 ára aldri og einnig var hún alltaf með í för í Álsey. Báða þessa muni hafði Jakobína varðveitt hin síðari ár.
Nikkunni hefur verið fundinn staður í úteyjarkofanum á bryggjusvæði Sagnheima og er einstaklega skemmtileg viðbót við safnið og er þeim systkinum færðar bestu þakkir!
Á myndinni hér að ofan má sjá Sveinbjörn Hjálmarsson með nikkuna, Jakobínu Hjálmarsdóttur með kaffikvörnina og Ernu Jóhannesdóttur eiginkonu Sveinbjarnar ásamt safnstjóra.