Nú 1. október hefst vetrarstarfið í Sagnheimum. Hugað er að innra starfi safnsins, námskeiðahaldi, skráningu muna og frágangi, dagskrár vetrarins skipulagðar, tekið á móti skólahópum og farið yfir hvað má betur gera. Safnahelgin okkar Vestmannaeyinga verður 7.-8. nóvember og verður þá boðið upp á margvíslega, spennandi dagskrárliði í Safnahúsi, sem betur verður kynnt þegar nær dregur. Saga og súpa verður líka á dagskrá í vetur. Þó að opnunartími safnsins sé nú eingöngu auglýstur á laugardögum kl. 13-16 er safnstjóri að störfum flesta daga vikunnar. Skólahópar og aðrir sem vilja komast á safnið á öðrum tímum eru hvattir til að hafa samband beint í síma 698 2412 eða í netfang helga@sagnheimar.is.
Sagnheimar – vetraropnun frá 1. okt.- laugard. kl. 13-16.
