Spennandi hluti af vetrarstarfi Sagnheima er að skrá þá hluti sem safninu hafa borist, leita að frekari upplýsingum og ganga síðan frá þeim annað hvort til sýningar eða geymslu. Um 50 söfn eru nú komin í Sarp sem er sameiginlegur gagnagrunnur safna og allir landsmenn geta skoðað, sjá www.sarpur.is. Stefnt er að því Sagnheimar, byggðasafn verði líka aðili að Sarpi.
Hér að ofan má sjá einn af nýjustu munum Sagnheima, þjóðhátíðargítar Árna Johnsen.