Sagnheimar, byggðasafn hafa sett upp skáp í Sæheimum, fiskasafni með hlutum sem indíánar gerðu og gáfu íslenskum nágrönnum sínum. Með skápnum viljum við minna gesti á að líta við í safninu okkar, sem opið er alla daga frá kl. 11-17 í sumar.
Um aldamótin 1900 fluttu hjónin Guðríður Bjarnadóttir og Jón Jónsson til Selkirk við Winnepegvatn í Kanada þar sem dóttir þeirra Ragnheiður fæddist árið 1905. Næstu nágrannar þeirra voru indíánar sem færðu fjölskyldunni þessar gjafir. Ragnheiður (frá Þrúðvangi) sem færði safninu þessa muni að gjöf flutti aftur heim til Íslands ásamt foreldrum sínum árið 1907.