Á afmæli byggðasafnsins 2012 færði Kristín Sigríður Þorsteinsdóttir safninu að gjöf ómetanlegt myndband sem eiginmaður hennar Sigfús J. Johnsen tók í byggðasafninu 14. maí 1981. Þar má sjá frumkvöðul safnsins Þorstein Þ. Víglundsson ganga um safnið og lýsa því sem sem fyrir augun ber.
Víglundur Þorsteinsson hefur bætt um betur og tengt við hvert myndskeið ítarefni úr Bliki sem hann hefur sett inn á Heimaslóð af óbilandi elju. Hér er því komið alveg ómetanleg tól fyrir nemendur og fræðimenn til að feta sig eftir slóð sögunnar.
Hægt er að komast beint inn á efnið frá
heimasíðu Sagnheima í gegnum flipann ,,um okkur” – byggðasafn á Heimaslóð –
eða beint í gegnum
www.heimaslod.is. http://heimaslod.is/index.php/Bygg%C3%B0asafn_Vestmannaeyja