Meðal vetrarverkefna Sagnheima er að fara yfir muni í geymslum safnsins og sjá til þess að þeir séu rétt skráðir. Samband íslenskra sjóminjasafna kallaði eftir skráningu fornbáta í vörslu safna og vakti kajak í vörslu Sagnheima sérstaka athygli þeirra, því ekki finnast margir slíkir í íslenskum minjasöfnum. Óli á Létti (1999-1978) og Friðrik Jesson (1906-1992) smíðuðu tvo kajaka að grænlenskri fyrirmynd um 1940. Bátur Friðriks er talinn ónýtur en bátur Óla var færður Sagnheimum til varðveislu árið 1989.
PrevSagnheimar um páska 201827 mars 2018NextÍ bjarma sjálfstæðis – styrkur til menningarverkefnis17 apríl 2018
Warning: Undefined array key 0 in /web/s0717b/public_html/wp-content/themes/dfd-native/inc/loop/posts/post_single.php on line 279
Warning: Attempt to read property "slug" on null in /web/s0717b/public_html/wp-content/themes/dfd-native/inc/loop/posts/post_single.php on line 279