Í tilefni aðventu skiptum við súpunni út fyrir jólagraut í hádegiserindi okkar:
Matarkistan Vestmannaeyjar, ofgnótt eða skortur? Hefur matarhefð Eyjamanna sérstöðu og ef svo er, í hverju er hún fólgin og hvernig nýtum við okkur það?
Guðrún Hallgrímsdóttir matvælaverkfræðingur ReykjavíkurAkademíunni varpar ljósi á söguna og fjallar um breytingar sem fylgja nýjum lífsstíl.
Dagskráin hefst stundvíslega kl. 12 með jólagraut og lýkur kl. 13.
Allir hjartanlega velkomnir.
Dagskráin er styrkt af Menningarráði Suðurlands og Safnaráði.