Safnahúsið og Sagnheimar taka þátt í sjómannadagsgleðinni 1.-3. júní 2012. Ljósmyndasýning Kristins Benediktssonar, Frá miðum til markaða, opnar kl. 16 1. júní í Einarsstofu og dagskrá verður í Sagnheimum, byggðasafni, laugardag og sunnudag, sjá nánar hér að neðan.
Dagskrá:
Föstudagurinn 1. júní kl. 16 í Einarsstofu, Safnahúsi:
Opnun ljósmyndasýningar Kristins Benediktssonar: Frá miðum til markaða. Myndirnar sýna þverskurð af sjómennsku, vinnslu á saltfiski og öðrum gæðaafurðum sem framleiddar eru á sjó og landi auk þess að gea innsýn í hvert afurðirnar fara á erlenda markaði. Sýningin verður opin alla sjómannadagshelgina kl. 11-17.
Laugardagurinn 2. júní kl. 15 á bryggju Sagnheima, byggðasafns:
Guðgeir Matthíasson segir sögur úr sjávarplássi og Arnfinnur Friðriksson tekur nokkur sjómannalög á nikkuna.
Sunnudagurinn 3. júní kl. 14:30 og 16:30 í Sagnheimum, byggðasafni:
Spilaðar valdar hljóðupptökur úr fjársjóðskistu Árna símritara af Sjómannadagsskemmtun árið 1956. M.a. má heyra Baldur Hólmgeirsson syngja bráðskemmtilegar vísur Ása í Bæ um skipstjóra Eyjamanna.
Dagskráin er í tilefni af væntanlegri útgáfu á úrvali verka Árna Árnasonar símritara frá Grund og er styrkt af Menningarráði Suðurlands.