Nú er jólaundirbúningur á fullu í Safnahúsinu okkar. Jólabækurnar streyma inn á bókasafnið og starfsmenn geta ekki hamið sig í jólaföndrinu.Í Einarsstofu er nú einstök sýning á gömlu jólasveinunum. Árið 1998 efndi Þjóðminjasafnið til samkeppni um hönnun á fatnaði á sveinana sem gæti endurspeglað þann fatnað sem þeir klæddust áður en þeir sáu Kók auglýsingarnar og fóru að klæðast rauðu. Í Einarsstofu má nú sjá vinningstillöguna sem gerð var af Bryndísi Gunnarsdóttur. Búningar voru síðan saumaðir eftir þessari tillögu og klæðast jólasveinarnir þeim þegar þeir heimsækja Þjóðminjasafnið, svona alveg spari. Á þessari sýningu mynda jólasveinarnir nokkurs konar jólasveinadagatal og mun hver og einn vera kynntur sérstaklega þegar þeir koma til byggða. Sýninguna lánaði Bryndís Sagnheimum og þökkum við henni kærlega fyrir!
Warning: Undefined array key 0 in /web/s0717b/public_html/wp-content/themes/dfd-native/inc/loop/posts/post_single.php on line 279
Warning: Attempt to read property "slug" on null in /web/s0717b/public_html/wp-content/themes/dfd-native/inc/loop/posts/post_single.php on line 279