Dagskráin í Safnahúsi um helgina er sem hér segir:
Fimmtudagur 30. október: Ingólfsstofa kl. 14-16. Ljósmyndasýning Gísla Friðriks Johnsen (1906-2000).
Laugardagur 1. nóvember: Einarsstofa kl. 11.
Illugi Jökulsson rithöfundur kynnir og les upp úr knattspyrnubókum sínum.
Einarsstofa kl. 13.
Gísli Pálsson les úr bók sinni Hans Jónatan, maðurinn sem stal sjálfum sér og Illugi Jökulsson les úr framhaldi sínu af bókinni Háski í hafi.
Í beinu framhaldi:
Konur í þátíð. Opnun skissusýningar Gíslínu Daggar Bjarkadóttur bæjarlistamanns Vestmannaeyja til kynningar á stærri sýningu sem haldin verður í vor. Efnið er sótt til skáldverksins Karitas án titils eftir Kristínu Marju Baldursdóttur.
Sagnheimar, byggðasafn kl. 15:
Herjólfsdalur hvað leynist undir sverðinum? Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur kynnir niðurstöður rannsókna sem hann og Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur gerðu með jarðsjá í Herjólfsdal í sumar. Sýndir verða valdir gripir frá Þjóðminjasafni úr uppgreftri Margrétar Hermanns- Auðardóttur (1971-1980) aðeins þennan dag.
Bókasafnið opið kl. 11-17 og Sagnheimar kl. 13-17.
Sunnudagur 2. nóvember: Sagnheimar kl. 14.
Fríða Sigurðardóttir segir söguna um Vilborgu og hrafninn í Herjólfsdal, ratleikur á safninu og teiknimyndasamkeppni kynnt.
Sagnheimar opnir kl. 13-16.
Allir hjartanlega velkomnir!