Undirbúningur er nú kominn vel á veg hér í Safnahúsi fyrir safnahelgina okkar og margt spennandi í boði á báðum hæðum.
Fimmtudaginn 2. nóvember, kl. 15:30 opnar í Pálsstofu sýningin ,,Stóllinn hans Kjartans”. Kynntur verður til sögunnar nýr safngripur með aðstoð ljósmynda og spurt spurningarinnar ,,Hvers virði eru munir án sögu?”
Sunnudaginn 5. nóvember verðum við síðan með Sögu og súpu á bryggjusvæði Sagnheima, kl. 12. Anna K. Kristjánsdóttir les úr nýútkominni bók ,,Anna – Eins og ég er” sem Guðríður Haraldsdóttir skráði um ótrúlega ævi þessarar merku baráttukonu, sem m.a. var vélstjóri á Vestmannaey. Bókin verður til sölu á staðnum og Anna mun vafalaust árita hana fyrir áhugasama kaupendur.
Sagnheimar verða opnir um helgina sem hér segir:
fimmtudag og föstudag kl. 13-16.
laugardag og sunnudag: kl 12-16.
Ýmislegt fleira verður á döfinni og verður það allt auglýst betur þegar nær dregur.