Leifur Sveinsson, sonarsonur Sveins elsta í Völundi, lét sig ekki muna um að koma til Eyja og taka þátt í dagskrá í tilefni af 150 ára afmæli afa hans. Leifur kom færandi hendi og gaf Safnahúsi bók P.A. Schleisners sem hann skrifaði um rannsóknir sínar á ginklofanum og barnadauðanum í Eyjum. Bók þessi er nær ófáanleg og því mikill fengur fyrir okkur Vestmannaeyinga.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Kára Bjarnason og Leif Sveinsson glugga í bók um Júlíönu Sveinsdóttur, föðursystur Leifs.