Í gær, 25. júlí, á 86. afmælisdegi Páls Steingrímssonar var forsýnd nýjasta mynd hans: Frá Heimaey á heimsenda í Sagnheimum, byggðasafni að viðstöddu fjölmenni. Í myndinni er rakin litrík ævisaga Páls, upplifanir og störf hans. Áhugamálin hafa leit hann á hina ólíklegustu staði og oftar en ekki hefur myndavélin verið í för. Umsjón með myndinni hafði Páll Magnússon, Friðþjófur Helgason sá um kvikmyndatöku og Ólafur Ragnar Halldórsson um myndgerð. Myndin er komin á DVD disk og eru nokkur eintök til sölu í Sagnheimum.