Í dag var opinn fundur með Atla Ásmundssyni ræðismanni Íslands í Kanada og félagi áhugamanna um rannsóknir á sögu Vestmannaeyinga í Vesturheimi. Áhugasamir sprengdu utan af sér Ingólfsstofu þar sem ýmis gögn, bréf og ljósmyndir lágu frammi.
Hópurinn horfir nú fram til 26. ágúst en þá mun Böðvar Guðmundsson rithöfundur sem þekktir er fyrir Vesturfarabækur sínar koma til Eyja og flytja erindi í Safnahúsi.