Ein af þeim gersemum sem okkur hafa borist undanfarnar vikur er þessi skemmtilegi ,,bíómiði”.
Hann virðist vera úr e-s konar málmi, 3 x 3 cm og á honum stendur ,,Vestmannaeyja bíó barna sæti”. Talið er að hann hafi verið í eigu Árna Theodórs Jóhannessonar Long (1920-1979). Kannast einhver við miða sem þennan eða veit eitthvað meira um hann eða aðra sambærilega?