Sýningin Frí frá eldgosi í boði Norðmanna sem norska sendiráðið setti upp í Einarsstofu og opnuð var á goslokum 5. júlí verður opin fram eftir ágústmánuði. Opnunartími er sá sami og Safnahúss, frá 10-17 virka daga og 11-17 um helgar. Á sýningunni má lesa um þann einstaka atburð er um 1000 Eyjabörnum var boðið til Noregs í Heimaeyjargosinu 1973.
Kynning á Eldheimum í vigtarhúsinu vakti einnig mikla athygli. Fyrirhugað er að setja líkön og kynningarefni upp í Safnahúsi og verður það nánar auglýst síðar.