Dagana 28. mars – 6. apríl standa ýmis söfn, fyrirtæki og stofnanir á Suðurlandi fyrir kynningarátaki á margvíslegum forvitnilegum gersemum sem leynast á Suðurlandi.
Safnahúsið tekur virkan þátt í átakinu og dregur ýmislegt forvitnilegt fram í dagsljósið.
Föstudaginn 28. mars kl. 17 opnar sýningin Vöruhús minninganna í Vöruhúsinu, Skólavegi 1. Við opnun verður kynnt nýtt samstarfsverkefni Vöruhúss og Safnahúss.
Laugardaginn 29. mars kl. 13 í Einarsstofu: Sýndur kvikmyndabútur frá seinustu öld, sem nýverið fannst og ekki hefur verið sýndur áður. Sama dag kl. 14 opnar sýningin Staðlausir stafir í Sagnheimum. Um er að ræða sýningu á samstæðum dýrgripum úr geymslu Sagnheima sem hver segir sína sögu. Einnig verða sýndir dýrgripir úr eigu Júlíönu Sveinsdóttur sem safninu bárust fyrir skömmu frá Danmörku. Niðurstöður rannsókna á skipsklukkunni sem skipverjar á Þórunni Sveinsdóttur VE færðu safninu í desember verða kynntar.
Fimmtudaginn 3. apríl kl. 12: Saga og súpa í Sagnheimum. Ásmundur Friðriksson alþingismaður fjallar um hina ýmsa leyndardóma Suðurlands. Sama dag kl. 13-16 er síðan ljósmyndadagur í Ingólfsstofu, þar sem ljósmyndir þekktra sem óþekktra ljósmyndara á síðustu öld verður varpað á vegg.
Viðburðir verða auglýstir betur þegar nær dregur.