Laugardaginn 21. mars verða nemendur Framhaldsskólans í íslensku með dagskrá um konur í bókmenntum í Sagnheimum, byggðasafni. Bæði verður fjallað um ritverk kvenna á 20. öld og fram á okkar daga og einnig hvernig konur birtast í verkum karla á þessum tíma. Hér er um samstarfsverkefni FÍV og Sagnheima að ræða. Áhugavert er að sjá og heyra hvernig unga fólkið nálgast viðfangsefnið og hvaða aðferðir það notar til að koma efninu á framfæri. Enginn sem hefur áhuga á bókmenntum eða því sem ungt fólk er að fást við ætti að láta þetta tækifæri framhjá sér fara. Nemendur flytja verkefnið kl. 13:00 og eru bæjarbúar hvattir til að mæta!