Krakkar sem verið hafa á námskeiði hjá leikfélaginu sýndu í dag stuttan leikþátt í Einarsstofu. Leikritið fjallaði um Kaptein Kohl, danska sýslumanninn sem kom til Eyja árið 1853 og stofnaði einu herfylkinguna sem stofnuð hefur verið hér á landi. Krakkarnir komu í Sagnheima fyrr í vikunni og kynntu sér söguna og túlkuðu síðan á sinn máta með aðstoð leiðbeinenda sinna. Var hér um stórskemmtilega uppákomu að ræða. Áfram krakkar!