Nú á sunnudag sýndi RÚV fyrsta hluta af þremur af myndinni Paradísarheimt sem gerð er eftir samnefndri bók Halldórs Kiljans. Sagan byggir á ferðasögu Eiríks frá Brúnum sem hélt til Utah til að kynnast mormónum. Í Sagnheimum er sögð saga þeirra 400 Íslendinga sem tóku mormónatrú og héldu vestur um haf og var sýningin uppfærð árið 2013. 12. sept. sl. var þess minnst í Spanish Fork að liðin voru 160 ár frá því Eyjamenn námu þar land. Blásið var til mikillar veislu sem Eyjamenn og fleiri Íslendingar sóttu. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá brot af viðtölum við nokkra Eyjamenn sem sóttu hátíðina.