Nú á sunnudag sýndi RÚV fyrsta hluta af þremur af myndinni Paradísarheimt sem gerð er eftir samnefndri bók Halldórs Kiljans. Sagan byggir á ferðasögu Eiríks frá Brúnum sem hélt til Utah til að kynnast mormónum. Í Sagnheimum er sögð saga þeirra 400 Íslendinga sem tóku mormónatrú og héldu vestur um haf og var sýningin uppfærð árið 2013. 12. sept. sl. var þess minnst í Spanish Fork að liðin voru 160 ár frá því Eyjamenn námu þar land. Blásið var til mikillar veislu sem Eyjamenn og fleiri Íslendingar sóttu. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá brot af viðtölum við nokkra Eyjamenn sem sóttu hátíðina.
PrevSafnahelgin í Vestmannaeyjum, 5.-8. nóvember 201503 nóvember 2015NextSagnheimar, byggðasafn opnunartími um jóladagana23 desember 2015
Warning: Undefined array key 0 in /web/s0717b/public_html/wp-content/themes/dfd-native/inc/loop/posts/post_single.php on line 279
Warning: Attempt to read property "slug" on null in /web/s0717b/public_html/wp-content/themes/dfd-native/inc/loop/posts/post_single.php on line 279