Sagnheimar, byggðasafn
14. október 2018, kl. 13- 14:30
Vestmannaeyjar urðu kaupstaður 1. janúar 1919 samkvæmt lögum sem samþykkt voru 22. nóvember 1918.
En hvernig var bæjarfélagið á þessum umbrotatímum, þegar það breyttist úr þorpi í bæ, hverjar voru ógnirnar og/eða tækifærin?
Ragnar Óskarsson, sagnfræðingur: ,,1918- skin og skúrir“
Hér verður staldrað við nokkra þætti og atburði sem einkum settu svip sinn á daglegt líf Vestmannaeyinga þetta afdrifaríka ár.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir:
,,Spánska veikin 1918-heimurinn-Ísland-Vestmannaeyjar”.
Margir tengja árið 1918 við spönsku veikina. Hér verður varpað ljósi á inflúensur þessa tíma, spönsku veikina á heimsvísu, á Íslandi og hér í Vestmannaeyjum.
Allir hjartanlega velkomnir!
Dagskráin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands