Í Einarsstofu verða dagana 15.-19. og 22.-26. apríl sýnd verk Guðna Hermansen úr eigu Listasafns Vestmannaeyja. Laugardagana 20. og 27. apríl verðum við síðan áfram með sýninguna sem við nefnum Gull úr fórum bæjarbúa.
Í Einarsstofu eru einnig sýndar myndir á skjá úr verkefninu Húsin undir hrauninu. Þar má sjá margar myndir af gamla austurbænum, sem nú er horfinn. Fyrirhugað er að sú sýning verði í fjórar vikur en skipt verður um myndir á mánudögum.