Haust- og vetrardagskrá er í fullum undirbúningi í Safnahúsi. Við byrjum nú á sunnudag, 28. ágúst kl. 14 í Einarsstofu með dagskránni Með Eyjar í hjarta og hjartað í Eyjum. Þar munu Hildur Oddgeirsdóttir, Hafliði Kristinsson og Þorsteinn Ingi Sigfússon fara á vit bernskudaga í Eyjum. Af þessu tilefni hefur ljósmyndadeildin dregið fram ljósmyndir af lífi og starfi nemenda Grunnskóla Vestmannaeyja frá liðnum dögum. Allir hjartanlega velkomnir!