Undanfarna tvo laugardaga hafa í Einarsstofu verið sýnd myndlist úr eigu bæjarbúa. Heimamenn hafa lánað listasafninu myndir af veggjum sínum til að fleiri megi njóta. Verkin eru margvísleg og margar perlur hafa verið dregnar fram. Nefna má listamenn eins og Pétur Friðrik, Barböru Árnason, Brynhildi Friðriksdóttur, Alfreð Flóka, Guðmund frá Miðdal, Guðna Hermansen og marga fleiri. Næstu tvo laugardaga verða síðan dregnir fram enn fleiri gullmolar.
Vakin er athygli á því að myndirnar eru aðeins til sýnis á laugardögum kl. 11 – 16.