Í tilefni erindis Atla Ásmundssonar ,,Vinir í vestri” um síðustu helgi var Gjábakkastrokknum komið fyrir í skáp til sýnis í Einarsstofu en hann er í eigu Sagnheima, byggðasafns.
Strokknum fylgja þær upplýsingar að frú Margrét og Ingimundur hreppstjóri á Gjábakka hafi eignast strokkinn þegar þau gengu í hjónaband árið 1858 og notuðu hann í ríflega hálfa öld.
Í Íslenskum þjóðháttum segir að strokkun þótti ganga vel ef komist var af með 600-700 bulluslög áður en rjóminn skildist í strokknum. slögin gátu þó auðveldlega orðið 1000-2000.
Strokkurinn verður í Einarsstofu fram að helgi en fer síðan aftur upp í glerskáp við afgreiðslu byggðasafns á 2. hæð.
Um helgina lýkur einnig málverkasýningu Sigurgeirs Jóhannssonar.