Í Sagnheimum fær þjóðhátíðin okkar veglegt pláss með hústjaldi og öðru tilheyrandi. Á einum veggnum eru gamlar myndir, sem Vestmannaeyingar staldra gjarna við og er þá oft mikið spjallað og margar setningar byrja á: ,,manstu….?”
Meðfylgjandi mynd er úr þessum flokki og er i miklu uppáhaldi safngesta. Afkomendur þessara heiðurshjóna komu með eftirfarandi upplýsingar:
Myndin er af hjónunun Þuríði Magnúsdóttur (1873-1959) og Eiríki Pálssyni (1866-1954), sem bjuggu í Varmahlíð hjá Pálínu dóttur sinni á efri árum.
Þuríður og Eiríkur buggu í Kraga í Oddahverfi á Rangárvöllum en fluttu til Eyja um 1947. Þar bjuggu þau hjá Pálínu dóttur sinni og manni hennar Ágústi Jónssyni trésmiði til dauðadags. Börn þeirra voru átta.
Eiríki var svo lýst um 1930: ,,Eiríkur er alskeggjaður sem hinu fornu garpar og rauðbirkinn.”
Þjóðhátíðarmyndin sem þau prýða í Sagnheimum og hér má sjá er tekin um 1950.