Farsæll til sýnis á Þekkingarsetrinu laugardaginn 1. júní kl. 13-17.
Í tilefni sjómannadagshelgarinnar verður sexæringurinn Farsæll til sýnis á jarðhæð Þekkingarsetur laugardaginn 1. júní kl. 13-17, gengið inn að vestan.
Sagnheimar kynna með stolti Farsæl sem er líklega einn merkasti safngipur safnsins, smíðaður árið 1872. Það er því hæfi að hann taki þátt í hátíðarhöldum helgarinnar sem fulltrúi árabátaaldanna og minni jafnframt á þann aðbúnað sem sjómenn lifðu við á fyrri tímum.
Við óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn og minnum jafnframt á að frítt er á Sagnheima, byggðasafn á sunnudaginn 2. júní, opið kl. 10-17!