Mikið átak hefur verið unnið í að merkja sögustaði og sögulegar minjar á Heimaey – en betur má ef duga skal!
Eitt af því sem hefur allt of lengi verið ómerkt er fallbyssa og klippur sem standa framan við inngang Safnahúss. Nú er skiltið með upplýsingum á íslensku og ensku loksins komið í hendur safnstjóra. Ákveðið var að pússa upp og mála gripina áður en skiltinu verður komið fyrir eins og hæfir þessum merku minjum og Safnahúsinu í heild.