Velheppnaðri safnahelgi er nú lokið og sóttu um 160 manns dagskrá í Sagnheimum á laugardeginum. Henrý Gränz og Ragnar Jónsson sögðu í máli og myndum frá miklum ævintýra- og glæfraferðum í Eldey 1971 og 1982. Í ferðinni 1982 var Halldóra Filipusdóttir og er hún líklega eina konan sem klifið hefur Eldey. Kapparnir færðu Sagnheimum, byggðasafni að gjöf fornlegan keðjubút sem þeir fundu í Eldey árið 1971. Gaman væri ef sá bútur gæti sagt sögu sína.
Hér á myndinni má sjá Eldeyjarfarana Ragnar Jónsson, Guðjón Jónsson, Henrý Gränz, Ólaf Tryggvason og Hörð Hilmisson með þennan merka keðjubút.