Sagnheimar, byggðasafn ásamt Safnahúsi eru með margs konar verkefni í gangi á árinu sem tengist því að nú eru 100 ár frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi. Nú rétt í þessu fengum við þær frábæru fréttir að afmælisnefndin hefði veitt Sagnheimum 100.000 kr styrk í verkefnið Eyjakonur í íþróttum í 100 ár! Heimildavinna og undirbúningur sýningarinnar er þegar hafinn en stefnt er að opnun 17. maí. Aldeilis frábærar fréttir. Bestu þakkir fyrir okkur!
Á meðfylgjandi mynd er handboltalið Þórs 1946. Efri röð frá vinstri: Erla Eiríksdóttir Urðavegi, Ásta Hannesdóttir Hæli, Kristbjörg Sigurjónsdóttir Sjávargötu, Kristín Jónsdóttir Vestmannabraut. Neðri röð: Sigríður Sigurðardóttir Skuld, Fríða Björnsdóttir Bólstaðarhlíð, Stella Waagfjörð Garðhúsum.