Vinir Árna Árnasonar símritara í samstarfi við Sagnheima og Kvikmyndasafn Íslands buðu til bíós í dag kl. 13 og nýttu tæplega 60 manns sér boðið. Um var að ræða myndbúta úr 9 klst. löngu myndefni Átthagafélagsins Heimakletts sem tekin var á árunum 1945-1960 af Sveini Ársælssyni, Friðrik Jessyni og fleirum. Sýningaraðilar stefna á nýju ári á samstarf við Eyjamenn um greiningu á einstaklingum sem koma fram í myndinni, svo skrá megi til framtíðar. Myndefni þetta er ómetanleg heimild um atvinnu- og byggðasögu Vestmannaeyja sem og menningararfinn okkar í heild.