Frábærri þjóðbúningahelgi með Hildi og Ásmundi í Annríki er nú lokið. Dásamlegt var að sjá útskriftarnema í þjóðbúningasaum og suma safngesti skarta búningum sínum. Gerist ekkert flottara! Dregnir voru fram dýrgripir úr eigu safnsins og sýndir að þessu tilefni. Þar sem Annríki ákvað að lána okkur þrjár gínur getum við áfram fyrst um sinn sýnt þrjá búninga úr eigu safnsins á gínunum auk þess sem sýnt er í skápum, allt algjörir dýrgripir. Við inngang sýningarsvæðis trónir síðan Gísli J. Johnsen í konsúlsbúningi sínum.
Vorvertíð er nú hafin í Sagnheimum, byggðasafni. Safnið er opið daglega kl. 11-17. Mynd Heiðars Marteinssonar Gosið og uppbyggingin er sýnd kl. 13 (enska) og kl 14 (þýska).