Hér má sjá einn af dýrgripum Sagnheima, þennan einstaklega flotta sextant, sem er í sýningu á bryggjusvæðinu. Gripinn fól Berent Th. Sveinsson safninu til varðveislu árið 1991. Samkvæmt greiningu safnvarðar í Handels og Söfartsmuseet í Kaupmannahöfn er hann líklega frá um 1890-1900. Vegna ljósbrotsins í speglunum mæla svona tæki 90 og 120 gráðu horn. Ekki er ólíklegt að sambærilegt tæki hafi verið í Vestmannaeyja-Þór. Einstaklega fallegur gripur!
Ur Sagnheimum – dásemd, ekki föl fyrir sex gullstangir!
