Í gær var skemmtileg og hátíðleg athöfn í Sagnheimum er Vestmannaeyjabær og Rótary veittu viðurkenningar til þeirra sem staðið hafa öðrum betur í umhverfisverfismálum hér í bæ. Verðlaun voru veitt fyrir snyrtilegustu húseignina, bestu endurbæturnar, fallegasta garðinn, snyrtilegasta fyrirtækið og fyrir framlag til umhverfisins í Vestmannaeyjum almennt. Hér má sjá eigendur Volcano, Guðmund Þór Sveinsson og Ragnheiði Völu Arnardóttur taka á móti viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi fyrirtækis.
Aðrir verðlaunahafar voru: Sigurður Davíðsson og Hjördís H. Friðjónsdóttir, Hvítingavegi 10, fyrir bestu endurbæturnar, Sveinbjörn Hjálmarsson og Erna Margrét Jóhannesdóttir, Kirkjubæjarbraut 2 fyrir snyrtilegustu eignina, Sigríður þórðardóttir og Sigurður Þór Sveinsson fyrir fegursta garðinn og Jóhann Jónsson fyrir einstakt framlag, umhyggju og alúð við umhverfi Vestmannaeyja.