Í tilefni af 80 ára byggðasafnsins færðu afkomendur Þorsteins Þ. Víglundssonar byggðasafni og Vestmannaeyingum öllum ómetanlegt myndband frá árinu 1981. Þar gengur Þorsteinn um gamla byggðasafnið og segir frá ýmsum munum úr eigu safnsins. Hér er því um ómetanlegar heimildir að ræða um sögu Vestmannaeyja.
Kristín og Víglundur börn Þorsteins og Ingigerðar ásamt dr. Þorsteini Inga Sigfússyni, syni Kristínar, afhentu gjöfina og kynntu myndefnið.
Myndbandið er unnið upp úr kvikmyndatöku Sigfúsar J. Johnsen, kennara og áhugamanns um kvikmyndun. Kristín Þorsteinsdóttir, kona Sigfúsar, hefur látið vinna upptökuna í sýningarhæft form og er hún nú öllum opin á Heimaslóð:
http://heimaslod.is/index.php/Bygg%C3%B0asafn_Vestmannaeyja
Víglundur Þór Þorsteinsson hefur einnig bætt við góðum lista með tilvísunum í ítarefni. Hér er því um mikla og ómetanlega útvíkkun á byggðarsafninu að ræða.