Dagskrá verður í Einarsstofu Safnahúss á sumardaginn fyrsta og frítt í Sagnheima.
Kl. 11 leikur Skólalúðrasveitin vel valin lög. Einnig lesa Herborg Sindradóttir, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir og Jón Grétar Jónasson, sigurvegarar Stóru upplestrarkeppninnar, ljóð og tilkynnt verður um val bæjarlistamanns Vestmannaeyja 2018.
kl. 13 opnar sýning nemenda Bjarteyjar Gylfadóttur í myndlistarvali Grunnskóla Vestmannaeyja í 8.-10. bekk á lokaverkefnum sínum.
Opið verður í Sagnheimum, byggðasafni frá kl. 13 – 16, frítt inn í boði Vestmannaeyjabæjar.