Í dag var sýningin ,,Staðlausir stafir” opnuð í Sagnheimum, byggðasafni. Sýningin samanstendur af níu göngustöfum, sem venjulega eru geymdir í geymslum safnsins, þ.e. eiga sér engan fastan stað í sýningum og má því segja að séu staðlausir. Stafirnir koma úr eigu átta karla og einnar konu. Allir voru þessir einstaklingar mikilvægir í samfélaginu í síðustu öld, áttu sínar vonir og drauma og er stiklað á stóru í lífslaupi þeirra í sýningunni. Sýningin er opin á opnunartímum Sagnheima, byggðasafns og stendur fram eftir ári.
Stafirnir tilheyrðu:
1. Bjarni Þorsteinsson (1841-1930)
2. Halldór Brynjólfsson (1873-1948)
3. Gísli J. Johnsen (1881-1965)
4. Árni Filippusson (1856-1932)
5. Ingmundur Jónsson (1829-1912)
6. Páll Bjarnason (1884-1938)
7. Sveinn Jónsson (1862-1947)
8. Jóhanna Gunnsteinsdóttir (1841-1923)
9. Guðjón Jónsson (1882-1963).