Það verður bara að viðurkennast að einn skemmtilegasti hluti safnastarfs er að grúska í gömlum munum safnsins og teyga í sig sögu þeirra. Þegar safnstjóri þurfti að færa til muni í geymslu kom þessi dýrgripur upp í hendur hans. Honum fylgdu eftirfarandi skýringar:
,,Þetta teikniborð smíðaði Ólafur Á. Kristjánsson fyrrverandi bæjarstjóri eftir að hafa lokið námi í húsateikningum frá Iðnskólanum í Reykjavík 1931. Og á þessu borði teiknaði hann öll þau hús bæði stór og smá sem hann teiknaði.”
Á borðinu er húsateikning merkt Hreggviður Jónsson og fl. og ártalið er 1955.