Að ósk ferðaþjónustunnar hefur verið ákveðið að hafa Sagnheima og Sæheima opna á virkum dögum kl. 13-15 til 30. nóvember auk laugardagsopnunar kl. 13-16. Er hér um tilraun að ræða. Framhaldið ræðst af því hvernig til tekst og því mikilvægt að hvetja fólk til að nýta sér þetta og benda gestum sínum og ferðamönnum á söfnin okkar sem eru stútfull af áhugaverðu efni. Allir hjartanlega velkomnir!